Fagnar breyttum heimi tískunnar Björk Eiðsdóttir skrifar 2. október 2019 16:30 Tinna tók þátt í tískuvikunni í London fyrir undirfatamerkið Agent Provocateur en fyrirsæturnar voru af öllum stærðum og gerðum. Tinna Bergsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta frá 19 ára aldri en segist aldrei hafa haft meira að gera en núna, 34 ára gömul. Það segir hún merki um að tískuheimurinn sé að breytast. Tinna býr og starfar í London en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún ákvað að freista gæfunnar sem fyrirsæta og fór ein og óreynd til New York með galtóma myndamöppu sem fyrirsætur nota til að koma sér á framfæri. Síðan eru liðin 15 ár og Tinna sannarlega haft nóg að gera í bransanum. „Frá New York fór ég til Indlands og Japan og vann þá í Mumbai og Tókýó en flutti að lokum til London þar sem ég vildi vera í Evrópu og nær fjölskyldunni eftir allt þetta flakk.“ Tinna hefur nú búið og starfað í London í 11 ár og starfað fyrir stór merki eins og H&M, Zara, Diesel, Levis, Urban Outfitters og birst í tískutímaritum á við Elle, Cosmopolitan, Glamour, Marie Claire og Dazed and Confused. Síðast en ekki síst hefur hún tekið þátt í sýningum fyrir tískurisana Burberry og Vivian Westwood og nú síðast undirfatamerkið Agent Provocateur.Nennti ekki tískuvikunum Vor- og sumarlínur komandi árs voru kynntar í hátískuborgunum í liðnum mánuði og tók Tinna þátt í tískuvikunni í London eftir nærri áratugar hlé. Tinna hefur birst í fjölmörgum erlendum tískutímaritum, til að mynda Glamour.„Ég hætti að taka þátt í tískuvikunum í kringum 25 ára aldurinn. Ég bað sérstaklega um að fá að hætta þeim enda nennti ég þeim ekki lengur og fékk alveg nóg af öllum prufunum og mátunum langt fram eftir nóttu.“ Tinna lét þó slag standa þegar umboðsmaður hennar sagði henni af áhuga undirfatamerkisins Agent Provocateur á að fá hana í sýningu sína. „Það var mjög gaman að koma svona aftur eftir mörg ár og taka þátt, enda hefði ég örugglega aldrei tekið þátt í undirfatasýningu á sínum tíma þar sem ég var varla með brjóst,“ segir Tinna og skellir upp úr. „Ég var alltaf svo mikill „late bloomer“ sem kemur sér vel fyrir mig núna vinnunnar vegna.“Ekki lengur grindhoraðar og veiklulegar fyrirsætur Tinna segir sýninguna hafa verið skemmtilega. Förðun fyrirsætanna hafi verið áberandi flott enda á vegum lúxusmerkisins Charlotte Tilbury. „Ég var einmitt valin til að gera öll förðunarvídeóin baksviðs fyrir sýninguna sem var mikill heiður fyrir mig. Það var líka mjög flott að sjá alls konar fyrirsætur í öllum stærðum og gerðum og heilbrigðar, ekki grindhoraðar og veiklulegar eins og flestar þurftu að vera þegar ég tók þátt í þessum sýningum fyrir átta árum síðan. Tónlistin og stíliseringin var einnig mjög skemmtileg og í anda níunda áratugarins en öll mín uppáhaldslög frá Depeche Mode og New Order voru spiluð meðan sýningin stóð yfir.“Mynd eftir Kára Sverriss ljósmyndara og förðun eftir Ísak Hinriksson förðunarmeistara fyrir tímaritið Nude Magazine.Fjölbreytileiki jákvætt merki Eins og fyrr segir hefur aldrei verið eins mikið að gera hjá Tinnu og þessa dagana. „Það sýnir bara hversu mikið tískubransinn er að breytast. Stelpur á öllum aldri eru að vinna við þetta og um miklu meiri fjölbreytni að ræða núna en þegar ég byrjaði í þessum bransa fyrir 15 árum, og það er mjög gott. „Ég er bókuð núna í nokkur verkefni alveg fram í lok nóvember bæði hér í Englandi, Frakklandi og Portúgal þar sem ég verð í tökum í viku. Annars fæ ég oft að vita með engum fyrirvara um vinnu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir Tinna að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tinna Bergsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta frá 19 ára aldri en segist aldrei hafa haft meira að gera en núna, 34 ára gömul. Það segir hún merki um að tískuheimurinn sé að breytast. Tinna býr og starfar í London en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún ákvað að freista gæfunnar sem fyrirsæta og fór ein og óreynd til New York með galtóma myndamöppu sem fyrirsætur nota til að koma sér á framfæri. Síðan eru liðin 15 ár og Tinna sannarlega haft nóg að gera í bransanum. „Frá New York fór ég til Indlands og Japan og vann þá í Mumbai og Tókýó en flutti að lokum til London þar sem ég vildi vera í Evrópu og nær fjölskyldunni eftir allt þetta flakk.“ Tinna hefur nú búið og starfað í London í 11 ár og starfað fyrir stór merki eins og H&M, Zara, Diesel, Levis, Urban Outfitters og birst í tískutímaritum á við Elle, Cosmopolitan, Glamour, Marie Claire og Dazed and Confused. Síðast en ekki síst hefur hún tekið þátt í sýningum fyrir tískurisana Burberry og Vivian Westwood og nú síðast undirfatamerkið Agent Provocateur.Nennti ekki tískuvikunum Vor- og sumarlínur komandi árs voru kynntar í hátískuborgunum í liðnum mánuði og tók Tinna þátt í tískuvikunni í London eftir nærri áratugar hlé. Tinna hefur birst í fjölmörgum erlendum tískutímaritum, til að mynda Glamour.„Ég hætti að taka þátt í tískuvikunum í kringum 25 ára aldurinn. Ég bað sérstaklega um að fá að hætta þeim enda nennti ég þeim ekki lengur og fékk alveg nóg af öllum prufunum og mátunum langt fram eftir nóttu.“ Tinna lét þó slag standa þegar umboðsmaður hennar sagði henni af áhuga undirfatamerkisins Agent Provocateur á að fá hana í sýningu sína. „Það var mjög gaman að koma svona aftur eftir mörg ár og taka þátt, enda hefði ég örugglega aldrei tekið þátt í undirfatasýningu á sínum tíma þar sem ég var varla með brjóst,“ segir Tinna og skellir upp úr. „Ég var alltaf svo mikill „late bloomer“ sem kemur sér vel fyrir mig núna vinnunnar vegna.“Ekki lengur grindhoraðar og veiklulegar fyrirsætur Tinna segir sýninguna hafa verið skemmtilega. Förðun fyrirsætanna hafi verið áberandi flott enda á vegum lúxusmerkisins Charlotte Tilbury. „Ég var einmitt valin til að gera öll förðunarvídeóin baksviðs fyrir sýninguna sem var mikill heiður fyrir mig. Það var líka mjög flott að sjá alls konar fyrirsætur í öllum stærðum og gerðum og heilbrigðar, ekki grindhoraðar og veiklulegar eins og flestar þurftu að vera þegar ég tók þátt í þessum sýningum fyrir átta árum síðan. Tónlistin og stíliseringin var einnig mjög skemmtileg og í anda níunda áratugarins en öll mín uppáhaldslög frá Depeche Mode og New Order voru spiluð meðan sýningin stóð yfir.“Mynd eftir Kára Sverriss ljósmyndara og förðun eftir Ísak Hinriksson förðunarmeistara fyrir tímaritið Nude Magazine.Fjölbreytileiki jákvætt merki Eins og fyrr segir hefur aldrei verið eins mikið að gera hjá Tinnu og þessa dagana. „Það sýnir bara hversu mikið tískubransinn er að breytast. Stelpur á öllum aldri eru að vinna við þetta og um miklu meiri fjölbreytni að ræða núna en þegar ég byrjaði í þessum bransa fyrir 15 árum, og það er mjög gott. „Ég er bókuð núna í nokkur verkefni alveg fram í lok nóvember bæði hér í Englandi, Frakklandi og Portúgal þar sem ég verð í tökum í viku. Annars fæ ég oft að vita með engum fyrirvara um vinnu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir Tinna að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira