Helgi þjálfaði Fylki síðustu þrjú ár en hætti með liðið eftir tímabilið.
„Ég tel þetta vera gríðarlega spennandi verkefni, frábært að koma hingað í Eyjar,“ sagði Helgi eftir undirskriftina í dag.
„Mig langar að koma liðinu í fremstu röð aftur.“
ÍBV féll í Inkassodeildina í haust og þekkir Helgi það vel að koma liði aftur upp í efstu deild, því Fylkir var líka nýfallinn niður í Inkassodeildina þegar hann tók við þar.