Fyrsta skrefið í átt að því að skemmtiferðaskip geti stungið í samband í Sundahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:31 Á annað hundrað skemmtiferðaskipa koma til Reykjavíkur á þessu ári. Svifryksmengun frá þeim er á við þúsundir bíla. Kåre Press-Kristensen Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34