Föstudagsplaylisti Alison MacNeil Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 18. október 2019 20:45 Portrett af Alison. Magda Doborzynska Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira