Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 15:29 Björk Guðmundsdóttir. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum. Björk Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum.
Björk Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira