Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2019 18:00 Sigrún Ósk og Þórunn Kristín ræða við Alejandro Muñoz í Bogota með aðstoð túlks. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30