Lifi smekkleysan! Sigríður Jónsdóttir skrifar 14. október 2019 22:00 Í dragi er allt uppgerð, allt ofskreytt, allt má og Valkyrjurnar eru mættar galvaskar og hlaðnar gervigimsteinum. Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi. Reyndar ekki bara einni Brynhildi heldur fjórum; Brynhildi úr norrænu goðafræðinni, Brynhildi úr Niflungahring Wagners, Brynhildi víkingadrottningu Íslands og Brynhildi af Ástrasíu. Þær eru mættar á svið til að taka stjórn á sínum eigin sögum og skemmta lýðnum í leiðinni. Síðastliðin ár hefur loksins átt sér stað endurvakning dragformsins hér á landi og er vonandi komið til að vera. Sviðslistahópurinn Dragsúgur hefur hingað til notast við ákveðin þemu til að gefa tóninn fyrir sín revíukvöld en Endurminningar valkyrju er dragrevía með framvindu og atriðum sem tengjast saman, ef lauslega, í gegnum æviskeið og raunir Brynhildanna. Búninga- og leikmyndavinna Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur er framúrskarandi. Gamaldags leiktjöld ramma inn hina yfirdrifnu múnderingu dragdrottninganna þar sem hárgreiðsla, förðun og búningahönnun lýsa upp sviðið.Konur öfganna Endurminningar valkyrju á ættir að rekja til hinsegin sviðslistamannsins Charles Ludlum, forsprakka Theatre of the Ridiculous í New York, sem endurskrifaði klassísk leikverk og setti sig reglulega í aðalkvenhlutverkin. Hugmyndafræði sem skiptir menningu upp í hámenningu og lágmenningu er nefnilega vitavonlaus. Lágkúrulegir aulabrandarar blandast hér saman við epískar sögur klassískra bókmennta í sjoppulegri umgjörð. Tónlistin er sömuleiðis dillandi samspil popplaga og hádramatískra óperulaga en frumsömdu lögin standa upp úr. Í dragi er allt uppgerð, allt ofskreytt og allt má. Dragdrottningar eru konur öfganna og ekkert er þeim heilagt. Cameron Corbett og hliðarsjálf hans, Faye Knús, stela senunni með hortugheitum og himinháum pinnahælum. Sömuleiðis er Agatha P. (Ásgeir Helgi Magnússon) eftirminnileg, með hárbeittar hreyfingar og ofurglaðlega framkomu. Báðir halda karakter allan tímann, finna stöðugt ný blæbrigði til að skemmta áhorfendum og sviðshreyfingarnar eru frábærar. Hinar drollurnar, Gógó Starr (Sigurður Starr Guðjónsson) og Vera Schtilld (Sigríður Eyrún Friðriksdóttir), eiga sín augnablik, Gógó Starr með sinn grófa húmor og Vera Schtilld með flottri rödd. Allar hafa þær sinn djöful að draga og og skammast sín lítið fyrir það.Eitthvað alveg nýtt Cameron og Ásgeir Helgi eru líka listrænir stjórnendur sýningarinnar og heppnast það hlutverk ekki jafn vel og persónusköpun þeirra. Rof er á milli ytri og innri tíma verksins sem verður til þess að eiginlega sýningin er of lengi í gang. Sumum atriðum var líka ofaukið. Einnig skorti aðeins meiri djörfung og áhættu í innihald textans en húmorinn og hugmyndaflug hópsins bæta upp fyrir ansi margt. Notast er við fjölmargar vísanir úr sýningarhefðum hinseginheimsins sem og orðfæri sem skyggja sýninguna fallega. Blævængjadansinn sýndi hversu ótrúlega vel hópurinn getur unnið saman þegar allt smellur saman, fegurðarsamkeppni fúskara var líka hápunktur sem og dauðasena allra Brynhildanna í lokin. Endurminningar valkyrju er kannski dragsýning en hún er góð dragsýning og stundum stórkostleg dragsýning. Hér hafa áhorfendur tækifæri til að sjá eitthvað alveg nýtt á leiksviðum landsins og eru hvattir til að fjölmenna í Tjarnarbíó. Endurnýttar væntingar er einn mest spennandi leikhópur sem komið hefur fram á sviðum Íslands nýlega. Sýningin er langt frá því að vera fullkomin en er samt fullkomið dæmi hvernig glamúr, glimmer og gálgahúmor fela hinar ýmsu syndir, eða jafnvel flagga þeim.Sigríður Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi. Reyndar ekki bara einni Brynhildi heldur fjórum; Brynhildi úr norrænu goðafræðinni, Brynhildi úr Niflungahring Wagners, Brynhildi víkingadrottningu Íslands og Brynhildi af Ástrasíu. Þær eru mættar á svið til að taka stjórn á sínum eigin sögum og skemmta lýðnum í leiðinni. Síðastliðin ár hefur loksins átt sér stað endurvakning dragformsins hér á landi og er vonandi komið til að vera. Sviðslistahópurinn Dragsúgur hefur hingað til notast við ákveðin þemu til að gefa tóninn fyrir sín revíukvöld en Endurminningar valkyrju er dragrevía með framvindu og atriðum sem tengjast saman, ef lauslega, í gegnum æviskeið og raunir Brynhildanna. Búninga- og leikmyndavinna Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur er framúrskarandi. Gamaldags leiktjöld ramma inn hina yfirdrifnu múnderingu dragdrottninganna þar sem hárgreiðsla, förðun og búningahönnun lýsa upp sviðið.Konur öfganna Endurminningar valkyrju á ættir að rekja til hinsegin sviðslistamannsins Charles Ludlum, forsprakka Theatre of the Ridiculous í New York, sem endurskrifaði klassísk leikverk og setti sig reglulega í aðalkvenhlutverkin. Hugmyndafræði sem skiptir menningu upp í hámenningu og lágmenningu er nefnilega vitavonlaus. Lágkúrulegir aulabrandarar blandast hér saman við epískar sögur klassískra bókmennta í sjoppulegri umgjörð. Tónlistin er sömuleiðis dillandi samspil popplaga og hádramatískra óperulaga en frumsömdu lögin standa upp úr. Í dragi er allt uppgerð, allt ofskreytt og allt má. Dragdrottningar eru konur öfganna og ekkert er þeim heilagt. Cameron Corbett og hliðarsjálf hans, Faye Knús, stela senunni með hortugheitum og himinháum pinnahælum. Sömuleiðis er Agatha P. (Ásgeir Helgi Magnússon) eftirminnileg, með hárbeittar hreyfingar og ofurglaðlega framkomu. Báðir halda karakter allan tímann, finna stöðugt ný blæbrigði til að skemmta áhorfendum og sviðshreyfingarnar eru frábærar. Hinar drollurnar, Gógó Starr (Sigurður Starr Guðjónsson) og Vera Schtilld (Sigríður Eyrún Friðriksdóttir), eiga sín augnablik, Gógó Starr með sinn grófa húmor og Vera Schtilld með flottri rödd. Allar hafa þær sinn djöful að draga og og skammast sín lítið fyrir það.Eitthvað alveg nýtt Cameron og Ásgeir Helgi eru líka listrænir stjórnendur sýningarinnar og heppnast það hlutverk ekki jafn vel og persónusköpun þeirra. Rof er á milli ytri og innri tíma verksins sem verður til þess að eiginlega sýningin er of lengi í gang. Sumum atriðum var líka ofaukið. Einnig skorti aðeins meiri djörfung og áhættu í innihald textans en húmorinn og hugmyndaflug hópsins bæta upp fyrir ansi margt. Notast er við fjölmargar vísanir úr sýningarhefðum hinseginheimsins sem og orðfæri sem skyggja sýninguna fallega. Blævængjadansinn sýndi hversu ótrúlega vel hópurinn getur unnið saman þegar allt smellur saman, fegurðarsamkeppni fúskara var líka hápunktur sem og dauðasena allra Brynhildanna í lokin. Endurminningar valkyrju er kannski dragsýning en hún er góð dragsýning og stundum stórkostleg dragsýning. Hér hafa áhorfendur tækifæri til að sjá eitthvað alveg nýtt á leiksviðum landsins og eru hvattir til að fjölmenna í Tjarnarbíó. Endurnýttar væntingar er einn mest spennandi leikhópur sem komið hefur fram á sviðum Íslands nýlega. Sýningin er langt frá því að vera fullkomin en er samt fullkomið dæmi hvernig glamúr, glimmer og gálgahúmor fela hinar ýmsu syndir, eða jafnvel flagga þeim.Sigríður Jónsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira