Fjórða kynslóðin sem kynnt var til sögunnar í gær er að öllu leyti uppfærður, hann er 40 mm lægri, 50 mm breiðari og 5 mm styttri en þriðja kynslóðin.
Nýji Yaris-inn nýtir svokallaðan GA-B grunn. Sá grunnur er hluti af heildrænum hönnunarhugmyndum Toyota (Toyota New Global Architecture - TNGA). Grunnurinn svipar til GA-C sem er notaður í Prius, C-HR og nýju Corolla bílana.
Í stuttu máli þýðir þetta að fjórða kynslóðin af Yaris verður sú öruggasta og stífasta hingað til. Toyota hefur meira að segja sagt um Yaris að hann sé „hannaður til að vera heimsins öruggasti smábíll.“
Bíllinn verður fáanlegur með sprengihreyflum ásamt því að vera fáanlegur sem tvinnbíll og með rafmangs fjórhjóladrifi. Hann verður einnig fáanlegur bæði sjálf- og beinskiptur.
Þá munu framsætin vera fáanleg með snúningsvirkni, sem þýðir að auðveldara verður að stíga inn í óg út úr bílnum.