Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Færeyjar Samgöngur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi.
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira