Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 17:30 Jæja-hópurinn varð til í kringum mótmæli gegn ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Hann vildi á dögnum draga skilaboð úr kvikmyndinni Jókernum. Vísir/samsett Fyrrverandi forsvarsmaður aðgerðahópsins Jæja segir að stjórnarmaður í félagastjórn Sósíalistaflokksins stýri nú hópnum sem dreifir nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum. Þeir sem ráða hópnum nú hafa neitað að koma fram undir nafni og vísa til spillingar á Íslandi. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hafnar því að síðan tengist flokknum og fyrrverandi forsvarsmaður Jæja telur huldustarfsemi af þessu tagi á skjön við lýðræðið. Jæja er á meðal fjölda ólíkra hópa sem hafa sprottið upp í kringum kosningar á Íslandi undanfarin ár, stundum með keyptum færslum á samfélagsmiðlum. Hópurinn hefur meðal annars staðið að mótmælum undanfarin ár en einnig haldið úti Facebook-síðu og fleiri samfélagsmiðlareikningum. Aukin virkni hefur færst í Facebook-síðus hópsins upp á síðkastið en engar upplýsingar eru um hver stendur að honum. Færslur sem þar birtast einkennast af gagnrýni á kapítalisma, íslenska „elítu“ og ásökunum um spillingu. Nýlega hefur síðan ítrekað deilt viðtölum og greinum eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, þar sem tekið er undir sjónarmið hennar. Andlit Sólveigar Önnu skreytir meðal annars vefsíðu Sósíalistaflokksins.Sjá einnig:Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Í nýlegri færslu deilir Jæja-hópurinn grein um kvikmyndina „Jókerinn“ með þeim orðum að skilaboð hennar séu að verkafólk eigi að beina reiði sinni gegn ríku fólki. Í kvikmyndinni verður aðalpersónan kveikjan að óeirðum sem beinast gegn yfirstétt og leiða meðal annars til morðs á tveimur auðkýfingum.Andri (yst til hægri) á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, ásamt félögum í Jæja-hópnum árið 2016. Sara Óskarsson er önnur frá vinstri.Facebook-síða JæjaFormaður hafnar tengslum við Jæja Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata og fyrrverandi forsvarsmaður Jæja-hópsins, segir að hún hafi hætt í hópnum fyrir ári og vísar meðal annars til þess að hún hafi verið ósammála stefnu annarra í hópnum um áherslur hans. Þegar Vísir fjallaði um hulduhópa sem dreifðu áróðri í aðdraganda þingkosninga árið 2017 var hún eini forsvarsmaður hóps sem keypti auglýsingar á samfélagsmiðlum sem var tilbúinn að koma fram undir nafni. Hún fullyrðir að Andri Sigurðsson, stjórnarmaður í svonefndri félagastjórn Sósíalistaflokksins, sé fremstur í Jæja-hópnum í þeirri starfsemi sem nú sé í gangi ásamt öðrum, þar á meðal „huldumönnum“. Andri hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Vísis til að ná af honum tali í síma eða í gegnum smáskilaboð eða skilaboð á samfélagsmiðli. Í frétt um fund nokkurra liðsmanna Jæja-hópsins með forseta Íslands árið 2016 sést Andri á mynd ásamt Söru Óskarsson og tveimur öðrum félögum. Hann er skráður sem vefhönnuður í símaskrá og virðist reka vefhönnunarstofu. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hafnar því alfarið að Jæja-hópurinn tengist Sósíalistaflokknum á nokkurn hátt og kannast ekki við að málefni hópsins hafi nokkru sinni verið rædd á fundum flokksins. Flokkurinn haldi úti sínum eigin reikningum á samfélagsmiðlum og þeir séu ekki nafnlausir. Hann útilokar þó ekki að einhver í flokknum gæti tengst Jæja-síðunni enda telji hann fráleitt að flokkurinn skipti sér af því hvað einstakir félagar geri í sínu daglega lífi á samfélagsmiðlum. Stjórnarmenn í ýmsum nefndum og ráðum flokksins nálgist hundrað manns. Gunnar Smári sagðist aðspurður kannast við Andra.Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, var í forsvari fyrir Jæja þar til í fyrra. Hún kom fram undir nafni fyrir hönd hópsins á sínum tíma.Vilja ekki gefa upp nöfn Engar upplýsingar er um hverjir standa að Jæja-hópnum á Facebook-síðu hans. Þar má aðeins finna einhvers konar stefnuyfirlýsingu um að hópurinn trúi á „samhjálp en ekki eigingirni“. Á síðunni gefist tækifæri til að skipuleggja fundi og ræða málin. Á síðunni er vísað á Twitter-reikning sem virðist minna virkur en Facebook-síðan. Sá sem svaraði skilaboðum Vísis í gegnum Facebook-síðuna vildi ekki gefa upp nafn sitt eða annarra sem væru í forsvari fyrir hópinn en fullyrti aðeins að hann tengdist engum stjórnmálsamtökum og að enginn einn væri í forsvari fyrir hann. Hópurinn hefði verið stofnaður í kringum mótmæli gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 2013 til 2017 og gegn spillingu. Spurði hann hvort að Vísir ætlaði að tengja Jæja „eitthvað sérstaklega við einhver stjórnmálasamtök fremur en önnur?“ Hann svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna hópurinn kysi nafnleynd, meðal annars í ljósi þess að fyrri forsvarsmaður hans hafi komið fram undir nafni, og vísaði aðeins til spillingar á Íslandi án þess að skýra það frekar. „Og þar sem ég ætla að gera ráð fyrir að þú sért vel liðtækur blaðamaður þá ættirðu að gera þér grein fyrir að Ísland er gegnumspillt þjóðfélag...sem svo kannski gæti mögulega svarað spurningunni þinni um nöfn eða ekki nöfn,“ svaraði sá sem talaði fyrir Jæja spurningu Vísis um hvers vegna þau vildu ekki koma fram undir nafni.Hér má sjá skjáskot af hluta samskipta Vísis við Facebook-síðu Jæja. Síðan birti stök skilaboð blaðamanns án samhengis í dagSkjáskotBirtu stök skilaboð úr samskiptum við Vísi Eftir að Vísir reyndi að ná tali af forsvarsmönnum Jæja í gegnum Facebook-síðuna í gærkvöldi birti hópurinn skjáskot af spurningu blaðamanns til hópsins án samhengis í dag. Áður en færslan birtist hafði Vísir ítrekað reynt að ná tali af Andra. Fullyrt var í færslunni, sem einnig var send á fjölmiðla, að blaðamaður Vísis segði Jæja vera „tegund af spillingu“ og að Vísir ætlaði að „afhjúpa“ hópinn. Spurning Vísis var sett fram í kjölfar þess að fulltrúi Jæja neitaði ítrekað að skýra nafnleysið að öðru leyti en að spilling sé á Íslandi. „Sumir gætu sagt að það að reyna að hafa áhrif á þjóðmálaumræðu undir nafnleysi á samfélagsmiðlum væri tegund af spillingu“ var spurning Vísis. „Fer það ekki dálítið eftir vægi spillingar á hærri stöðum í téðu þjóðfélagi, hmmm?“ var svar Jæja. Fullyrt var í færslunni að Vísir ætlaði að birta grein um Jæja og „svona síður...sem deila pólitísku efni á samfélagsmiðlum“. Það var bein tilvitnun í blaðamann Vísis en þar var felldur var út hluti um að fjalla ætti um pólitískar síður sem ekki væri ljóst hver stæði að. Hópurinn svaraði ekki spurningu Vísis hvort hann teldi almennt uppbyggilegt fyrir samfélagið að hulduhópar rækju nafnlausan áróður á samfélagsmiðlum. Í færslunni sem Jæja birti með samskiptum við Vísi skýrði hópurinn nafnleysið með því að Ísland sé lítið land og atvinnumöguleikar fólks geti dregist saman ef stjórnmálaskoðanir þess verða opinberar.Færsla Jæja frá 9. október þar sem kvikmyndin Jókerinn var sögð senda skilaboð um að verkafólk eigi að beina reiði sinni að þeim ríku. Í myndinni eru auðkýfingar myrtir í óeirðum.SkjáskotÁ skjön við lýðræðið Sara Óskarsson segist ósammála stefnu Jæja-hópsins að koma ekki fram undir nafni. „Mér finnst það mikilvægur partur af lýðræðinu að fólk fái að vita hvaðan upplýsingar koma,“ segir hún við Vísi. Þá telur hún mikilvægt fyrir að lýðræðið að það komi fram að sá sem stýri Jæja-hópnum nú sé innvinklaður í Sósíalistaflokkinn. Sara segist þó ekki telja að Jæja sé einhvers konar málpípa Sósíalistaflokksins. Þegar hún stýrði Jæja hafi hún komið fram undir nafni svo kjósendur vissu að Pírati væri að verki. Upphaflega átti hópurinn að veita ríkisstjórn og valdi aðhald en einnig benda á það sem gengi vel. „Grasrótarstarfsemi er rosalega mikilvæg en svona huldustarfsemi þar sem er ekki vitað hvaðan hlutirnir eru fjármagnaðir, hver stendur fyrir þeim og hvaða hagsmuni þeir hafa er á skjön við lýðræðið sjálft,“ segir Sara.Gunnar Smári á kosningavöku Sósíalistaflokksins í fyrra.Fréttablaðið/EyþórGerir greinarmun á hverjir setja fram nafnlausan áróður Í skýrslu sem forsætisráðherra skilaði Alþingi um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í fyrra kom fram að þær herferðir sem fóru fram á samfélagsmiðlum, aðallega Facebook, hafi verið ólöglega miðað við núgildandi lög og að erfitt væri að sjá hvernig stjórnvöld gætu grafist nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Áróður af þessu tagi var sagður sérstaklega áberandi í kringum þingkosningarnar 2016 og 2017 og kom hann bæði frá hægri og vinstri á stjórnmálarófinu. Mest áberandi voru síðurnar „Kosningar“ sem beindi spjótum sínum að vinstriflokkum og „Stjórnmálavaktin“ sem deildi hart á hægriflokka, sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Smári vill ekki setja allan nafnlausan áróður í sama flokk. Í mörgum tilfellum þar sem um mikla valdaskekkju sé að ræða í samfélaginu hafi hann fullan skilning á að ákveðnir hópar telji sig þurfa að berjast fyrir sínum málstað án þess að þurfa að gangast við því persónulega. „Með þeirri útskúfun sem því fylgir oft að tala öðru máli en viðurkennt er,“ segir Gunnar Smári sem sjálfur hefur verið skotspónn nafnlauss áróðurs síðunnar Kosninga. Nafnleysi út af fyrir sig telur hann ekki hættulegt. Í því felist þó ekki stuðningur við að „stórauðugt fólk fjármagni óhróðursherferðir á vefnum“. „Ég geri skýran greinarmun á því þar sem auðugt áhrifafólk notar nafnleysi til þess að þröngva skoðunum sínum upp á almenning eða þar sem almenningur sem vill standa í róttækri stjórnmálabaráttu kýs að gera það undir nafnleysi,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi ekkert séð til Jæja-hópsins sem bendi til þess að þar sé auðugt fólk sem standi að baki og vilji þröngva skoðunum sínum upp á almenning. Það sé allt annað en hópurinn „Kosningar“ sem Gunnar Smári fullyrðir að hafi augljóslega verið fjármagnaður til að ýta undir kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins.Uppfært 16.10.2019 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að mynd af nokkrum þáverandi Jæja-liðum væri frá afhendingu undirskriftarlista á Bessastöðum árið 2016. Það hefur verið leiðrétt. Það rétta er að myndin er frá fundi Jæja-liða með forsetanum það ár í tengslum við mótmæli sem hópurinn átti þátt í að skipuleggja. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Fyrrverandi forsvarsmaður aðgerðahópsins Jæja segir að stjórnarmaður í félagastjórn Sósíalistaflokksins stýri nú hópnum sem dreifir nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum. Þeir sem ráða hópnum nú hafa neitað að koma fram undir nafni og vísa til spillingar á Íslandi. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hafnar því að síðan tengist flokknum og fyrrverandi forsvarsmaður Jæja telur huldustarfsemi af þessu tagi á skjön við lýðræðið. Jæja er á meðal fjölda ólíkra hópa sem hafa sprottið upp í kringum kosningar á Íslandi undanfarin ár, stundum með keyptum færslum á samfélagsmiðlum. Hópurinn hefur meðal annars staðið að mótmælum undanfarin ár en einnig haldið úti Facebook-síðu og fleiri samfélagsmiðlareikningum. Aukin virkni hefur færst í Facebook-síðus hópsins upp á síðkastið en engar upplýsingar eru um hver stendur að honum. Færslur sem þar birtast einkennast af gagnrýni á kapítalisma, íslenska „elítu“ og ásökunum um spillingu. Nýlega hefur síðan ítrekað deilt viðtölum og greinum eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, þar sem tekið er undir sjónarmið hennar. Andlit Sólveigar Önnu skreytir meðal annars vefsíðu Sósíalistaflokksins.Sjá einnig:Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Í nýlegri færslu deilir Jæja-hópurinn grein um kvikmyndina „Jókerinn“ með þeim orðum að skilaboð hennar séu að verkafólk eigi að beina reiði sinni gegn ríku fólki. Í kvikmyndinni verður aðalpersónan kveikjan að óeirðum sem beinast gegn yfirstétt og leiða meðal annars til morðs á tveimur auðkýfingum.Andri (yst til hægri) á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, ásamt félögum í Jæja-hópnum árið 2016. Sara Óskarsson er önnur frá vinstri.Facebook-síða JæjaFormaður hafnar tengslum við Jæja Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata og fyrrverandi forsvarsmaður Jæja-hópsins, segir að hún hafi hætt í hópnum fyrir ári og vísar meðal annars til þess að hún hafi verið ósammála stefnu annarra í hópnum um áherslur hans. Þegar Vísir fjallaði um hulduhópa sem dreifðu áróðri í aðdraganda þingkosninga árið 2017 var hún eini forsvarsmaður hóps sem keypti auglýsingar á samfélagsmiðlum sem var tilbúinn að koma fram undir nafni. Hún fullyrðir að Andri Sigurðsson, stjórnarmaður í svonefndri félagastjórn Sósíalistaflokksins, sé fremstur í Jæja-hópnum í þeirri starfsemi sem nú sé í gangi ásamt öðrum, þar á meðal „huldumönnum“. Andri hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Vísis til að ná af honum tali í síma eða í gegnum smáskilaboð eða skilaboð á samfélagsmiðli. Í frétt um fund nokkurra liðsmanna Jæja-hópsins með forseta Íslands árið 2016 sést Andri á mynd ásamt Söru Óskarsson og tveimur öðrum félögum. Hann er skráður sem vefhönnuður í símaskrá og virðist reka vefhönnunarstofu. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hafnar því alfarið að Jæja-hópurinn tengist Sósíalistaflokknum á nokkurn hátt og kannast ekki við að málefni hópsins hafi nokkru sinni verið rædd á fundum flokksins. Flokkurinn haldi úti sínum eigin reikningum á samfélagsmiðlum og þeir séu ekki nafnlausir. Hann útilokar þó ekki að einhver í flokknum gæti tengst Jæja-síðunni enda telji hann fráleitt að flokkurinn skipti sér af því hvað einstakir félagar geri í sínu daglega lífi á samfélagsmiðlum. Stjórnarmenn í ýmsum nefndum og ráðum flokksins nálgist hundrað manns. Gunnar Smári sagðist aðspurður kannast við Andra.Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, var í forsvari fyrir Jæja þar til í fyrra. Hún kom fram undir nafni fyrir hönd hópsins á sínum tíma.Vilja ekki gefa upp nöfn Engar upplýsingar er um hverjir standa að Jæja-hópnum á Facebook-síðu hans. Þar má aðeins finna einhvers konar stefnuyfirlýsingu um að hópurinn trúi á „samhjálp en ekki eigingirni“. Á síðunni gefist tækifæri til að skipuleggja fundi og ræða málin. Á síðunni er vísað á Twitter-reikning sem virðist minna virkur en Facebook-síðan. Sá sem svaraði skilaboðum Vísis í gegnum Facebook-síðuna vildi ekki gefa upp nafn sitt eða annarra sem væru í forsvari fyrir hópinn en fullyrti aðeins að hann tengdist engum stjórnmálsamtökum og að enginn einn væri í forsvari fyrir hann. Hópurinn hefði verið stofnaður í kringum mótmæli gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 2013 til 2017 og gegn spillingu. Spurði hann hvort að Vísir ætlaði að tengja Jæja „eitthvað sérstaklega við einhver stjórnmálasamtök fremur en önnur?“ Hann svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna hópurinn kysi nafnleynd, meðal annars í ljósi þess að fyrri forsvarsmaður hans hafi komið fram undir nafni, og vísaði aðeins til spillingar á Íslandi án þess að skýra það frekar. „Og þar sem ég ætla að gera ráð fyrir að þú sért vel liðtækur blaðamaður þá ættirðu að gera þér grein fyrir að Ísland er gegnumspillt þjóðfélag...sem svo kannski gæti mögulega svarað spurningunni þinni um nöfn eða ekki nöfn,“ svaraði sá sem talaði fyrir Jæja spurningu Vísis um hvers vegna þau vildu ekki koma fram undir nafni.Hér má sjá skjáskot af hluta samskipta Vísis við Facebook-síðu Jæja. Síðan birti stök skilaboð blaðamanns án samhengis í dagSkjáskotBirtu stök skilaboð úr samskiptum við Vísi Eftir að Vísir reyndi að ná tali af forsvarsmönnum Jæja í gegnum Facebook-síðuna í gærkvöldi birti hópurinn skjáskot af spurningu blaðamanns til hópsins án samhengis í dag. Áður en færslan birtist hafði Vísir ítrekað reynt að ná tali af Andra. Fullyrt var í færslunni, sem einnig var send á fjölmiðla, að blaðamaður Vísis segði Jæja vera „tegund af spillingu“ og að Vísir ætlaði að „afhjúpa“ hópinn. Spurning Vísis var sett fram í kjölfar þess að fulltrúi Jæja neitaði ítrekað að skýra nafnleysið að öðru leyti en að spilling sé á Íslandi. „Sumir gætu sagt að það að reyna að hafa áhrif á þjóðmálaumræðu undir nafnleysi á samfélagsmiðlum væri tegund af spillingu“ var spurning Vísis. „Fer það ekki dálítið eftir vægi spillingar á hærri stöðum í téðu þjóðfélagi, hmmm?“ var svar Jæja. Fullyrt var í færslunni að Vísir ætlaði að birta grein um Jæja og „svona síður...sem deila pólitísku efni á samfélagsmiðlum“. Það var bein tilvitnun í blaðamann Vísis en þar var felldur var út hluti um að fjalla ætti um pólitískar síður sem ekki væri ljóst hver stæði að. Hópurinn svaraði ekki spurningu Vísis hvort hann teldi almennt uppbyggilegt fyrir samfélagið að hulduhópar rækju nafnlausan áróður á samfélagsmiðlum. Í færslunni sem Jæja birti með samskiptum við Vísi skýrði hópurinn nafnleysið með því að Ísland sé lítið land og atvinnumöguleikar fólks geti dregist saman ef stjórnmálaskoðanir þess verða opinberar.Færsla Jæja frá 9. október þar sem kvikmyndin Jókerinn var sögð senda skilaboð um að verkafólk eigi að beina reiði sinni að þeim ríku. Í myndinni eru auðkýfingar myrtir í óeirðum.SkjáskotÁ skjön við lýðræðið Sara Óskarsson segist ósammála stefnu Jæja-hópsins að koma ekki fram undir nafni. „Mér finnst það mikilvægur partur af lýðræðinu að fólk fái að vita hvaðan upplýsingar koma,“ segir hún við Vísi. Þá telur hún mikilvægt fyrir að lýðræðið að það komi fram að sá sem stýri Jæja-hópnum nú sé innvinklaður í Sósíalistaflokkinn. Sara segist þó ekki telja að Jæja sé einhvers konar málpípa Sósíalistaflokksins. Þegar hún stýrði Jæja hafi hún komið fram undir nafni svo kjósendur vissu að Pírati væri að verki. Upphaflega átti hópurinn að veita ríkisstjórn og valdi aðhald en einnig benda á það sem gengi vel. „Grasrótarstarfsemi er rosalega mikilvæg en svona huldustarfsemi þar sem er ekki vitað hvaðan hlutirnir eru fjármagnaðir, hver stendur fyrir þeim og hvaða hagsmuni þeir hafa er á skjön við lýðræðið sjálft,“ segir Sara.Gunnar Smári á kosningavöku Sósíalistaflokksins í fyrra.Fréttablaðið/EyþórGerir greinarmun á hverjir setja fram nafnlausan áróður Í skýrslu sem forsætisráðherra skilaði Alþingi um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í fyrra kom fram að þær herferðir sem fóru fram á samfélagsmiðlum, aðallega Facebook, hafi verið ólöglega miðað við núgildandi lög og að erfitt væri að sjá hvernig stjórnvöld gætu grafist nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Áróður af þessu tagi var sagður sérstaklega áberandi í kringum þingkosningarnar 2016 og 2017 og kom hann bæði frá hægri og vinstri á stjórnmálarófinu. Mest áberandi voru síðurnar „Kosningar“ sem beindi spjótum sínum að vinstriflokkum og „Stjórnmálavaktin“ sem deildi hart á hægriflokka, sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Smári vill ekki setja allan nafnlausan áróður í sama flokk. Í mörgum tilfellum þar sem um mikla valdaskekkju sé að ræða í samfélaginu hafi hann fullan skilning á að ákveðnir hópar telji sig þurfa að berjast fyrir sínum málstað án þess að þurfa að gangast við því persónulega. „Með þeirri útskúfun sem því fylgir oft að tala öðru máli en viðurkennt er,“ segir Gunnar Smári sem sjálfur hefur verið skotspónn nafnlauss áróðurs síðunnar Kosninga. Nafnleysi út af fyrir sig telur hann ekki hættulegt. Í því felist þó ekki stuðningur við að „stórauðugt fólk fjármagni óhróðursherferðir á vefnum“. „Ég geri skýran greinarmun á því þar sem auðugt áhrifafólk notar nafnleysi til þess að þröngva skoðunum sínum upp á almenning eða þar sem almenningur sem vill standa í róttækri stjórnmálabaráttu kýs að gera það undir nafnleysi,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi ekkert séð til Jæja-hópsins sem bendi til þess að þar sé auðugt fólk sem standi að baki og vilji þröngva skoðunum sínum upp á almenning. Það sé allt annað en hópurinn „Kosningar“ sem Gunnar Smári fullyrðir að hafi augljóslega verið fjármagnaður til að ýta undir kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins.Uppfært 16.10.2019 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að mynd af nokkrum þáverandi Jæja-liðum væri frá afhendingu undirskriftarlista á Bessastöðum árið 2016. Það hefur verið leiðrétt. Það rétta er að myndin er frá fundi Jæja-liða með forsetanum það ár í tengslum við mótmæli sem hópurinn átti þátt í að skipuleggja.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31
Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15