Séra Davíð Þór segist víst hafa gift sig í kirkju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 12:00 Davíð Þór Jónsson er prestur í Laugarneskirkju. Fréttablaðið/Valli „Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“ Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“
Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15
Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00