Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 07:00 Wlodzimierz Czarzasty, leiðtogi Vinstribandalagsins. Vísir/getty Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér. Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér.
Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35