Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 18:15 Það er í góðu lagi að pissa í sturtu. vísir/getty Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira