Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2019 10:30 Þórunn fór í gegnum alla tilfinningaskalana í þættinum í gær. Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . .Alejandro Muñoz lék lykilhlutverk í leitinni af fjölskyldu Þórunnar.Í gær var komið að því að fara út til Kólumbíu, nánar tiltekið til Bógata. Fyrir ferðina hafði Sigrún komið sér í samband við landsþekktan sjónvarpsmann í Kólumbíu að nafni Alejandro Muñoz sem heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar. Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.Fallegt augnablik þegar Þórunn hitti móður sína í fyrsta sinn.Einnig kom fram að Virginia hafi aldrei haldið því leyndu fyrir dætrum sínum að hún hafi gefið eina stúlku til ættleiðingar og leið ekki sá dagur sem hún hugsaði ekki um Þórunni. Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn. Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður. Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30 Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra. . . . . . . Það er búið að vara þig við . . . . .Alejandro Muñoz lék lykilhlutverk í leitinni af fjölskyldu Þórunnar.Í gær var komið að því að fara út til Kólumbíu, nánar tiltekið til Bógata. Fyrir ferðina hafði Sigrún komið sér í samband við landsþekktan sjónvarpsmann í Kólumbíu að nafni Alejandro Muñoz sem heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar. Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.Fallegt augnablik þegar Þórunn hitti móður sína í fyrsta sinn.Einnig kom fram að Virginia hafi aldrei haldið því leyndu fyrir dætrum sínum að hún hafi gefið eina stúlku til ættleiðingar og leið ekki sá dagur sem hún hugsaði ekki um Þórunni. Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn. Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður. Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30 Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. 3. október 2019 09:30
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30
Sigrún Ósk: „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í svona“ Augnablikið þegar Guðmundur Kort og Sigrún eiginkona hans fundu leiði Dino, föður Guðmundar, í þriðju þáttaröð Leitarinnar að upprunanum vakti mikla athygli. 6. október 2019 10:00