Vestfirsku ræturnar hafa hjálpað Ólafi Ragnari að halda sönsum í allri ólgunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 17:51 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir „Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30