Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Ari Brynjólfsson skrifar 11. október 2019 08:00 Ófremdarástand ríkir á Reykjalundi að mati starfsmanna sem vilja ráðherra í málið. vísir/vilhelm „Það eru erfiðir tímar sem við erum að ganga í gegnum, nú er mikilvægt að við stöndum saman. Frumskylda starfsmanna samkvæmt lögum er að sinna sjúklingum þó okkur greini á í mörgum atriðum,“ segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS. Starfsmenn Reykjalundar, sem er í eigu SÍBS, lögðu niður störf í gærmorgun og voru sjúklingar í dagdeildarþjónustu sendir heim. Að loknum starfsmannafundi í hádeginu lögðu starfsmenn, 114 af rúmlega 200, fram vantraust á stjórn SÍBS. Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs á Reykjalundi, segir þá vilja losna undan stjórn SÍBS. „Þetta er ófremdarástand hérna og bara stjórnunarkrísa sem rak okkur í þessar aðgerðir,“ segir Magdalena. „Okkur var svo stórkostlega misboðið og allir hreinlega í sorg.“ Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp fyrirvaralaust um mánaðamótin, algjör trúnaður ríkir um starfslokin. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að starfsandinn hafi verið orðinn slæmur áður en Birgi var sagt upp. Hádegisfundurinn í gær var stuttur. „Ég tilkynnti starfsmönnum á fundinum að verið væri að vinna í að auglýsa starf nýs forstjóra, það ferli tekur dálítinn tíma, en það verður bæði faglegt og gagnsætt,“ segir Sveinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýður á læknum Reykjalundar eftir að Magnúsi Ólasyni var sagt upp sem framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudaginn eftir 34 ára starf. Magnús segir að uppsögnin hafi verið fyrirvaralaus, hann hafi einungis átt nokkrar vikur í eftirlaun. Strax í kjölfar uppsagnarinnar var lokað á tölvuaðgang hans.Allt tal um að við værum að ásælast eitthvað fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBSVísirSveinn segir uppsögn Magnúsar ekkert tengjast stöðunni inni á Reykjalundi. „Við erum með ráðningarferli í gangi, við ræddum við Magnús og töldum réttast að segja honum upp. Hann er kominn á aldur. Það verður nýr framkvæmdastjóri lækninga kominn í hús mjög fljótt.“ Hann vísar því alfarið á bug að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. „Landlæknir hefur gefið út yfirlýsingu um að það eigi ekki að leggja niður störf.“ Varðandi uppsögn Birgis segir Sveinn hann hafa verið góðan stjórnanda. „En það var ágreiningur okkar á milli sem þurfti að leysa og var leystur með þessum hætti.“ Í bréfi sem starfsmenn sendu á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra segir að stjórnin hafi sýnt „hranalega og ómanneskjulega framkomu“ sem skapi óvissu, óöryggi og vanlíðan sem geri stofnunina í raun óstarfhæfa. Þá sé það fyrirséð að ástandið muni „bitna harkalega á skjólstæðingum“. Nauðsynlegt sé að ráðherra grípi inn í stöðuna til að ekki verði varanlegur skaði. Heilbrigðisráðherra vildi ekki veita viðbrögð að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga nokkrir læknar að segja upp á næstunni. Sveinn segir ekkert hæft í því að SÍBS sé að horfa til þess að taka yfir rekstur Reykjalundar. „Það er svo fráleitt. Þetta er ekkert til að tala um. SÍBS á staðinn, en við erum ekki að reka staðinn. Við söfnum fjármagni í stórum stíl. Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull.“ Hann segir það ótækt að leggja niður störf vegna skoðanaágreinings, það bitni eingöngu á sjúklingum. „Ég skil ekki af hverju læknar fara svona langt, ég bara skil það ekki,“ segir Sveinn. Það sé ekki hlutverk fagstétta, sem fá að stjórna sínu faglega starfi, að fara inn á svið rekstrar og fjármuna. „Lífið heldur áfram og við verðum að horfa til framtíðar með staðinn og tryggja þetta góða starf sem hér er.“ Birtist í Fréttablaðinu Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04 Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar sem við erum að ganga í gegnum, nú er mikilvægt að við stöndum saman. Frumskylda starfsmanna samkvæmt lögum er að sinna sjúklingum þó okkur greini á í mörgum atriðum,“ segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS. Starfsmenn Reykjalundar, sem er í eigu SÍBS, lögðu niður störf í gærmorgun og voru sjúklingar í dagdeildarþjónustu sendir heim. Að loknum starfsmannafundi í hádeginu lögðu starfsmenn, 114 af rúmlega 200, fram vantraust á stjórn SÍBS. Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs á Reykjalundi, segir þá vilja losna undan stjórn SÍBS. „Þetta er ófremdarástand hérna og bara stjórnunarkrísa sem rak okkur í þessar aðgerðir,“ segir Magdalena. „Okkur var svo stórkostlega misboðið og allir hreinlega í sorg.“ Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp fyrirvaralaust um mánaðamótin, algjör trúnaður ríkir um starfslokin. Viðmælendur Fréttablaðsins segja að starfsandinn hafi verið orðinn slæmur áður en Birgi var sagt upp. Hádegisfundurinn í gær var stuttur. „Ég tilkynnti starfsmönnum á fundinum að verið væri að vinna í að auglýsa starf nýs forstjóra, það ferli tekur dálítinn tíma, en það verður bæði faglegt og gagnsætt,“ segir Sveinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýður á læknum Reykjalundar eftir að Magnúsi Ólasyni var sagt upp sem framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudaginn eftir 34 ára starf. Magnús segir að uppsögnin hafi verið fyrirvaralaus, hann hafi einungis átt nokkrar vikur í eftirlaun. Strax í kjölfar uppsagnarinnar var lokað á tölvuaðgang hans.Allt tal um að við værum að ásælast eitthvað fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBSVísirSveinn segir uppsögn Magnúsar ekkert tengjast stöðunni inni á Reykjalundi. „Við erum með ráðningarferli í gangi, við ræddum við Magnús og töldum réttast að segja honum upp. Hann er kominn á aldur. Það verður nýr framkvæmdastjóri lækninga kominn í hús mjög fljótt.“ Hann vísar því alfarið á bug að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. „Landlæknir hefur gefið út yfirlýsingu um að það eigi ekki að leggja niður störf.“ Varðandi uppsögn Birgis segir Sveinn hann hafa verið góðan stjórnanda. „En það var ágreiningur okkar á milli sem þurfti að leysa og var leystur með þessum hætti.“ Í bréfi sem starfsmenn sendu á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra segir að stjórnin hafi sýnt „hranalega og ómanneskjulega framkomu“ sem skapi óvissu, óöryggi og vanlíðan sem geri stofnunina í raun óstarfhæfa. Þá sé það fyrirséð að ástandið muni „bitna harkalega á skjólstæðingum“. Nauðsynlegt sé að ráðherra grípi inn í stöðuna til að ekki verði varanlegur skaði. Heilbrigðisráðherra vildi ekki veita viðbrögð að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga nokkrir læknar að segja upp á næstunni. Sveinn segir ekkert hæft í því að SÍBS sé að horfa til þess að taka yfir rekstur Reykjalundar. „Það er svo fráleitt. Þetta er ekkert til að tala um. SÍBS á staðinn, en við erum ekki að reka staðinn. Við söfnum fjármagni í stórum stíl. Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull.“ Hann segir það ótækt að leggja niður störf vegna skoðanaágreinings, það bitni eingöngu á sjúklingum. „Ég skil ekki af hverju læknar fara svona langt, ég bara skil það ekki,“ segir Sveinn. Það sé ekki hlutverk fagstétta, sem fá að stjórna sínu faglega starfi, að fara inn á svið rekstrar og fjármuna. „Lífið heldur áfram og við verðum að horfa til framtíðar með staðinn og tryggja þetta góða starf sem hér er.“
Birtist í Fréttablaðinu Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04 Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04
Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30