Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:12 Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira