Innlent

Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi.

Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi.

Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps.

„Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.

Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/Baldur

Heimilislausum fækkar í Finnlandi

Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið.

„Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir Baldur

Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða  í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið.

„Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar

Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum.


Tengdar fréttir

Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur

Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun.

Sextíu heimilislausir bíða úrræða

Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×