Flybus uppfærir flotann á 40 ára afmælinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. október 2019 14:00 Nýr floti Flybus er öruggari og umhverfisvænni að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða. Kynnisferðir Flybus hefur af tilefni 40 ára afmælisins tekið í notkun 11 nýja fólksflutningabíla, 10 af gerðinni VDL og einn frá Mercedes-Benz. Flybus fagnar 40 ára afmæli á árinu en flugvallarrútan var sett á laggirnar árið 1979 af Kynnisferðum sem reka þessa þjónustu enn.40 ára og 40% afsláttur „Kynnisferðir - Reykjavík Excursions hófu rekstur Flybus-rútunnar fyrir 40 árum en Flybus hefur um árabil verið meginleið farþega á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Áætlunarferðir Flybus eru í samræmi við allar komur og brottfarir en við leggjum áherslu á að veita þeim sem sækja Ísland heim bestu mögulegar tengingar við áfangastaði sína. Af tilefni afmælisins munum við bjóða 40% afslátt í Flybus í dag fimmtudag á vefsíðunni flugrutan.is,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Björn bætir við að Kynnisferðir fögnuðu 50 ára afmæli á síðasta ári. „Það er ánægjulegt að fá þessa nýju fólksflutningabíla í flota okkar. Nýju bílarnir eru sparneytnari og umhverfismildari en áður. Þeir eru með aukið pláss bæði fyrir farþega og farangur og með USB tengi við öll sæti auk ókeypis, þráðlausrar nettengingar. Bílarnir eru auk þess búnir nýjasta öryggisbúnaði frá framleiðendum og því öruggari í alla staði fyrir farþega og ökumann. Það er hluti af umhverfis- og öryggisstefnu fyrirtækisins,“ segir Björn ennfremur. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Auka hlutafé um 300 milljónir Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna í fyrra. 4. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Flybus hefur af tilefni 40 ára afmælisins tekið í notkun 11 nýja fólksflutningabíla, 10 af gerðinni VDL og einn frá Mercedes-Benz. Flybus fagnar 40 ára afmæli á árinu en flugvallarrútan var sett á laggirnar árið 1979 af Kynnisferðum sem reka þessa þjónustu enn.40 ára og 40% afsláttur „Kynnisferðir - Reykjavík Excursions hófu rekstur Flybus-rútunnar fyrir 40 árum en Flybus hefur um árabil verið meginleið farþega á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Áætlunarferðir Flybus eru í samræmi við allar komur og brottfarir en við leggjum áherslu á að veita þeim sem sækja Ísland heim bestu mögulegar tengingar við áfangastaði sína. Af tilefni afmælisins munum við bjóða 40% afslátt í Flybus í dag fimmtudag á vefsíðunni flugrutan.is,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Björn bætir við að Kynnisferðir fögnuðu 50 ára afmæli á síðasta ári. „Það er ánægjulegt að fá þessa nýju fólksflutningabíla í flota okkar. Nýju bílarnir eru sparneytnari og umhverfismildari en áður. Þeir eru með aukið pláss bæði fyrir farþega og farangur og með USB tengi við öll sæti auk ókeypis, þráðlausrar nettengingar. Bílarnir eru auk þess búnir nýjasta öryggisbúnaði frá framleiðendum og því öruggari í alla staði fyrir farþega og ökumann. Það er hluti af umhverfis- og öryggisstefnu fyrirtækisins,“ segir Björn ennfremur.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Auka hlutafé um 300 milljónir Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna í fyrra. 4. júlí 2019 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Auka hlutafé um 300 milljónir Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna í fyrra. 4. júlí 2019 07:00