Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2019 22:17 Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30