Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. október 2019 06:15 Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Fréttablaðið/GVA Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira