Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 22:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Samsett Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Sjá meira
Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00