Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2019 19:30 Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira