Leikar fara að hefjast á heimsmeistaramótinu í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 12:24 Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn
Strákarnir í landsliði Íslands eru nú staddir í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þeir munu keppa, fyrir Íslands hönd, á heimsmeistaramótinu í leiknum Overwatch. Þeir tryggðu sér rétt til að keppa á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði. Fyrsti leikur landsliðsins er á fimmtudaginn.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Þeir eru í riðli með liðum Ástralíu, Nýja-Sjálands og Taílands. Sigurvegari hvers riðils fer svo í úrslitakeppnina. Keppt er um fimm sæti í þeirri keppni en þegar eru Suður-Kórea, Kanada, Kína, Frakkland og Bandaríkin búin að tryggja sér sæti. Hægt verður að fylgjast með leikjum strákanna og verður það jafnvel hægt í Bíó Paradís á fimmtudaginn.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn