Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira