Golf-inn var frumsýndur á dögunum í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg, Þýskalandi.

Bíllinn verður fáanlegur með þremur nýjum mildum tvinnvélum. Hann verður fáanlegur með 1,0 líters bensínvél, 1,5 lítra bensínvél og 2,0 lítra dísilvél.
Bensínvélarnar verða svo í boði sem eTSI sem mildar tvinn-vélar. Það virkar þá þannig að rafall og startari eru tengdir við 48V geymi sem nýtist til að brúa bilið ef hægt er til að minnka eldsneytisnotkun. Að sögn Volkswagen getur þetta leitt til um 10% eldsneytissparnaðar.
Kraftmesta útgáfan verður GTE útgáfan sem er 214 hestafla tengil-tvinnbíll. Hann mun hafa 50% afkastameiri rafhlöður en sá gamli.

Fyrir utan uppfærslur í afþreyingarkerfi og mælaborði eru ýmsar uppfærslur sem rista dýpra. Nýja útgáfan af Golf verður til að mynda uppfæranleg yfir internetið, líkt og Tesla hefur gert.
Car2X
Golf mun nýta Car2X tækni, sem þýðir að bíllinn getur með hjálp þráðlauss nets eða farsímanets átt í samskiptum við aðra bíla með sama búnað. Eins getur bíllinn átt í samskiptum við vegbúnað, t.d. umferðaljós.
Slíkt mun nýtast til að veita rauntíma upplýsingar um umferðarálag á götum, stilla af umferðastýrð ljós og fleira.