Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. október 2019 12:30 Hórmónar á hörkusnúning. Ian Young Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Brynhildi er margt til lista lagt, útskrifaður sviðshöfundur sem vakti mikla athygli með hljómsveit sinni Hórmónum, umsjónarmaður nýlegrar útvarpsþáttaraðar um pönk á Íslandi, auk þess sem að vera danshöfundur og skáld. Hórmónar, sem hafa nú lagst í dvala vegna annarra anna meðlimanna, voru tilnefnd til fjögurra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum síðasta vor, þar á meðal Brynhildur sem söngkona ársins. „Ég fæ oft þráhyggju fyrir einhverju lagi yfir eitthvað ákveðið tímabil og hlusta á það aftur og aftur og aftur eins og unglingur, meðleigjanda mínum og vinum til mikils ama,“ segir Brynhildur um lagavalið. Nokkur lög á listanum falli í þennan flokk. Hún nefndi sérstaklega nokkur dæmi um slíka síspilaða smelli.When Your Chances Are Gone með Erick Ellectric heyrði hún fyrst í heimsókn hjá systur sinni í Osló. „Við hlustuðum á það og sungum hástöfum með „Who’s gonna love you when your cancer is gone“ en komumst svo að því okkur til mikilla vonbrigða að textinn er „Who’s gonna love you when your chances are gone“.“ Hún segist hafa hlustað hundrað á sinnum á plötuna Vesæl í kuldanum með Kef Lavík, en lokalagið Lifum Alltaf // Keflavíkurnætur III hafi hitt á einhverja taug. „Í hvert skipti fæ ég einhvern óræðan sting í hjartað og tár í augun í þessu síðasta lagi.“ Að lokum nefnir hún lagið More Than This með Roxy Music, sem hún segist hafa hlustað daglega á þegar hún bjó út í Prag og var svolítið einmana. „Tilfinningin í laginu finnst mér vera einmanaleiki og vonleysi en samt sem áður einhver sátt. Svolítið fallegt. Ég tengi þetta lag reyndar núna við ákveðna manneskju svo meiningin hefur aðeins breyst fyrir mér, eins og gerist.“ Einhver lög á listanum séu svona, þau eigi sér sögu eða hún hafi orðið hugfangin af þeim. „En svo eru líka önnur lög sem mér finnst bara ógeðslega svöl og gaman að dilla sér við.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira