Fylkir hafa verið ógnarsterkir á tímabilinu og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn síðastliðinn sunnudag með sigri á KR, á meðan Seven hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og rétt tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á TDL.Vodafone.
Sigurvegarar þessarar viðureignar komast í úrslit Lenovo deildarinnar sem fara fram í Háskólabíó 10. Nóvember.
Leikin verða þrjú kort, eða best af þremur og hefjast herlegheitin klukkan 20:15 í kvöld, hægt verður að fylgjast með í beinni hér að neðan.