Þau Matthildur og Reinhard áttu og ráku tvær Cintamani-verslanir í Nova Scotia í Kanada um skeið en þeim verslunum hefur nú verið lokað.
Húsið við Auðnakór er 395,8 fermetrar að stærð og stendur á einstökum útsýnisstað í Kópavogi.
Fasteignamat eignarinnar er 125 milljónir en húsið var byggt árið 2011 en þau hjónin byggðu húsið sjálf á sínum tíma. Þar eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni en fleiri myndir má sjá á Fasteignavef Vísis.
Uppfært klukkan 15:36 - Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að þau Matthildur og Reinhard ættu tvær verslanir Cintamani í Kanada en nú hefur fréttin verið uppfærð þar sem búið er að loka þeim verslunum og koma hjónin ekki að rekstri Cintamani á neinn hátt í dag.


