Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:36 Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Harpa Rún Kristjánsdóttir er fædd árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og fjallaði lokaritgerð hennar um íslenskar ólandssögur eða staðleysur og þróun þeirra. Harpa Rún er uppalin í sveit undir Heklurótum og býr þar enn og starfar á sauðfjárbúi. Hún er einnig lausakona í ritstjórn og prófarkalestri. Harpa Rún hefur skrifað ljóð í tvær ljósmyndabækur á íslensku og ensku og ljóð eftir hana hafa einnig birst í tímaritum. Edda er hennar fyrsta ljóðabók en bókin kemur út á verðlaunadaginn hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Alls bárust 58 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Sif Sigmarsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarson. Í niðurstöðu dómnefndar segir:Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur er látlaust verk um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Í bókinni fylgist ljóðmælandi með nýju lífi kvikna er annað fjarar út. Klemmdur milli upphafs og endis, nýkviknaðs lífsneista og kulnaðs báls, kemur hann auga á hliðstæður.Ljóðin ferðast milli fyrstu augnablika lífsins til þeirra síðustu. Bjargarleysi barnsins kallast á við vanmátt og minnisleysi elliáranna. Orðin er og var eru bergmál sem kasta milli sín treganum. Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt. Því rétt eins og Eddurnar tvær sem bókin fjallar um – sú unga og sú aldna – hefði önnur ekki orðið til án hinnar.Greina má í ljóðunum sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur, nýtt líf kviknar þegar það gamla slokknar.Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Harpa Rún Kristjánsdóttir er fædd árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og fjallaði lokaritgerð hennar um íslenskar ólandssögur eða staðleysur og þróun þeirra. Harpa Rún er uppalin í sveit undir Heklurótum og býr þar enn og starfar á sauðfjárbúi. Hún er einnig lausakona í ritstjórn og prófarkalestri. Harpa Rún hefur skrifað ljóð í tvær ljósmyndabækur á íslensku og ensku og ljóð eftir hana hafa einnig birst í tímaritum. Edda er hennar fyrsta ljóðabók en bókin kemur út á verðlaunadaginn hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Alls bárust 58 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Sif Sigmarsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarson. Í niðurstöðu dómnefndar segir:Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur er látlaust verk um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Í bókinni fylgist ljóðmælandi með nýju lífi kvikna er annað fjarar út. Klemmdur milli upphafs og endis, nýkviknaðs lífsneista og kulnaðs báls, kemur hann auga á hliðstæður.Ljóðin ferðast milli fyrstu augnablika lífsins til þeirra síðustu. Bjargarleysi barnsins kallast á við vanmátt og minnisleysi elliáranna. Orðin er og var eru bergmál sem kasta milli sín treganum. Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt. Því rétt eins og Eddurnar tvær sem bókin fjallar um – sú unga og sú aldna – hefði önnur ekki orðið til án hinnar.Greina má í ljóðunum sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur, nýtt líf kviknar þegar það gamla slokknar.Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira