Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:19 Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynntu aðgerðir um einföldun regluverks í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira