Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:44 Þórunn Kristín hittir kólumbíska móður sína í fyrsta skipti. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira