Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:44 Þórunn Kristín hittir kólumbíska móður sína í fyrsta skipti. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira