Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2019 20:30 Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður. Netöryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður.
Netöryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira