Heimsmeistaramótið í Overwatch fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ungu mennirnir í landsliðinu tryggðu sér þátttökurétt á mótinu með því að vinna Evrópumótið í síðasta mánuði.
Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).
Beri íslenska liðið sigur úr býtum í kvöld mætir það liði Bretlands í undanúrslitum. Hægt verður að fylgjast með leikjum á mótinu í beinni útsendingu á netinu. Þá verður sýnt beint frá leiknum í kvöld í Bíó Paradís.