Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Yfirleitt má sjá friðsælan foss renna niður í Kolugljúfur. Allt annað var á teningnum einn vordag fyrr á árinu. Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00