Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 14:41 Mælst er til þess að fólk hvíli bílinn. vísir/vilhelm Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is. Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira