Ætlar ekki að borga Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 06:15 "Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15