Veita útigangskisum mat og skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 19:30 Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879 Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira