Dagur í lífi Áslaugar: Mætti gefa sér tíma í tilhugalífið, þaulskipulögð og horfir á The Bachelor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 11:30 Dagarnir eru fjölbreyttir hjá dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma. Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma.
Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira