Minnsta aukning umferðar í átta ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Hugsanlega er um raunsamdrátt íumferð á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Vísir/Vilhelm Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun. Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun.
Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent