Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.

Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.

Sömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun.