Sveitarfélög LED-væða ljósastaura næstu árin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Led ljósastaurar á Hringbraut Fréttablaðið Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira