Segir forsendu meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni brostna Jón Þórisson skrifar 7. nóvember 2019 06:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira