Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:30 Sama fjölskyldan hefur rekið hótel í meira en þrjátíu ár á Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“ Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira