Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar Björn Þorfinnsson skrifar 5. nóvember 2019 07:15 Gunnar Hrafnsson segir kjarasamninga brotna. Fréttablaðið/Ernir Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira