Ógleymanleg faðmlög í Gvatemala Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2019 10:30 Sigurður Donys hitti fjölskyldu sína í Gvatemala. Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30