Strandabörn helmingi færri en um aldamótin Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2019 08:15 Frá Árneshreppi á Ströndum. fréttablaðið/stefán Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira