Vilja þjálfa ungmenni til að gæta þjóðaröryggis Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:00 Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“ Netöryggi Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“
Netöryggi Tækni Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira