Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2019 10:25 Rauðsokkuhreyfingin stillti sér upp á mynd með forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu. Jafnréttismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu.
Jafnréttismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira