Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2019 10:25 Rauðsokkuhreyfingin stillti sér upp á mynd með forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu. Jafnréttismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu.
Jafnréttismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira