Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Bílastæði starfsmanna leikhússins er lokað með slá. Í gær var sendiferðabíl lagt á gangstéttina sem um ræðir við leikhúsið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira