Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 09:44 Forseti Íslands segir sögum fara af stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. „Heiður þeim sem heiður ber. Að sama skapi er þó engum til góðs að skapa falsmynd eða þegja þunnu hljóði þegar óréttlæti og grályndi blasir við. Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. Þannig framferði er auðvitað óverjandi.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ómyrkur í máli þegar hann hélt ræðu í álverinu í Straumsvík að morgni föstudags. Þá voru mál tengd Samherja, Samherjaskjölin svokölluð, í hámæli og ljóst hvert forsetinn beindi spjótum sínum. Forsetinn sagði að Íslendingar verði að geta borið höfuð hátt í útlöndum, ekki síst við sem höfum notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð. „Við viljum eiga okkar flaggskip og lofa þá sem þar eru á stjórnpalli, fólk í heimi menningar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköpunar, fólk í heimi iðnaðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af forystuhlutverki til sjávar, þekkingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hagsbóta.“ Forsetinn segist hafa gert þetta nýlega, svo dæmi séu tekin, í heimsóknum ytra. Þá segist forsetinn nýlega hafa hafa tekið á móti nýjum sendiherra Namibíu. „Loks var rætt um fiskveiðar undan ströndum Namibíu og framtíðarhorfur þar í þágu heimamanna“, og var þá vísað til þróunarsamvinnu þar ytra. Kæru landar: Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frumkvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnulífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heilindum. Þeirri heildarmynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hendi.“ Forseti Íslands Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
„Heiður þeim sem heiður ber. Að sama skapi er þó engum til góðs að skapa falsmynd eða þegja þunnu hljóði þegar óréttlæti og grályndi blasir við. Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. Þannig framferði er auðvitað óverjandi.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ómyrkur í máli þegar hann hélt ræðu í álverinu í Straumsvík að morgni föstudags. Þá voru mál tengd Samherja, Samherjaskjölin svokölluð, í hámæli og ljóst hvert forsetinn beindi spjótum sínum. Forsetinn sagði að Íslendingar verði að geta borið höfuð hátt í útlöndum, ekki síst við sem höfum notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð. „Við viljum eiga okkar flaggskip og lofa þá sem þar eru á stjórnpalli, fólk í heimi menningar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköpunar, fólk í heimi iðnaðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af forystuhlutverki til sjávar, þekkingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hagsbóta.“ Forsetinn segist hafa gert þetta nýlega, svo dæmi séu tekin, í heimsóknum ytra. Þá segist forsetinn nýlega hafa hafa tekið á móti nýjum sendiherra Namibíu. „Loks var rætt um fiskveiðar undan ströndum Namibíu og framtíðarhorfur þar í þágu heimamanna“, og var þá vísað til þróunarsamvinnu þar ytra. Kæru landar: Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frumkvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnulífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heilindum. Þeirri heildarmynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hendi.“
Forseti Íslands Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. 16. nóvember 2019 17:46
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00